Reglan gildir þó fullkomnlega um bókina The Marriage Plot eftir Jeffrey Eugenides. Ég tók þessa bók fyrir rælni á bókasafninu fyrir nokkrum vikum. Amazon hafði áður reynt að selja mér hana á kyndilinn, svo ég lét slag standa.
Grunn-premis bókarinnar er gefið í titlinum. Aðalpersónan heitir Madeleine og er bókaormur sem les enskar bókmenntir við Brown háskóla. Hún er falleg, kemur af efnuðu fólki og veit ekki hvað hún vill gera við líf sitt. Þetta kemur fram á fyrstu opnu bókarinnar. En samt fer fyrsti fjórðungur textans í persónusköpun fyrir hana. Sá texti bætir nákvæmlega engu við, en drepur lesandann úr leiðindum þar sem hann neiðist til að fylgjast með ævintýrum Madeleine í kúrsinum Táknfræði 211..
Einn kennarana hefur þá kenningu að skáldsagan sem listform hafi náð hápunkti sínum með Jane Austen á 19.öld. Með tilkomu "skilnaðar" hættir það að meika sens að láta skáldsögu enda með brúðkaupi, því hvað gerist næst? Við vitum ekki hvort Emma skilur við Mr. Knightley.
Óhjákvæmilega fjallar þá skáldsagan The Marriage Plot um nákvæmlega þetta. Madeleine er unga blómarósin. Vonbiðlarnir eru tveir, Leonard og Mitchell. Leonard er eldklár og myndarlegur töffari sem tyggir skro. Mitchell er "góði gaurinn". Alltaf indæll og kurteis við Madeleine, enda lítur hún bara á hann sem vin.
Madeleine og Leonard verða hamingjusamt par. En Adam er ekki lengi í paradís því Leonard þjáist af hræðilegum sjúkdómi.. GEÐHVARFASÝKI. Hvernig taka þau á þessu vandamáli? Þolir sambandið þennan fleyg? Þessum spurningum er svarað á næstu 250 síðum. Og já, gleymum ekki 100 síðum af Mitchell að ferðast á Indlandi að finna sjálfan sig og vinna sem sjálfboðaliði fyrir Móður Teresu og zzzzzzzzzzzzzzzz......
Ég held ég hafi verið tvær vikur að lesa þessa bók. Ég sýndi mikla staðfestu að henda henni ekki í ruslið. Til að fyllstu sanngirni sé gætt þá er seinni hlutinn öllu skárri en sá fyrri. Vondur samt. Ég uppgötvaði bara við vinnslu þessa pistils að höfundur skrifaði einnig bókina The Virgin Suicides. Þá bók las ég fyrir nokkrum árum og þurfti þrjár atlögur til. Samt er hún miklu styttri. Höfuðverk Jeffrey Eugenides er víst MIDDLESEX. Ég segi pass.
Niðurstaða: Bókin The Marriage Plot er ógurlega langdregin skáldsaga um fólk sem manni er sama um að gera leiðinlega hluti. Ég gef henni hálfa stjörnu.
Mjög góðar myndir, að venju. Hversu há er uglan sem við sjáum á mynd 1? Hún virðist risavaxin beri maður saman mynd 1 og mynd 2.
ReplyDeleteTakk Helga! Sennilega er grillið þarna frekar lítið. Ég áætla stærð uglunnar 30cm.
ReplyDelete