Ég er í bókaklúbbnum NEON. Í prinsippinu finnst mér bókaklúbbur vond hugmynd og sé fyrir mér agalega doðranta sem hrúgast ólesnir upp heima hjá manni. Neon bækurnar eru ekki svona. Í fyrsta lagi koma ekkert voðalega margar bækur á ári. Svo eru bækurnar yfirleitt frekar nettar. Eftir nokkur ár hefur ekki einu sinni tekist að fylla eina hillu. Þarna laumar doðranturinn HEIMANFYLGJA sér reyndar inn á myndina.
Í vikunni barst með pósti nýjasta bókin. Hún heitir ÁSTIR og er eftir Javier Marias sem ég kann engin deili á. Þetta er það skemmtilega við klúbbinn. Í hendurnar koma bækur sem maður hefði aldrei annars lesið.
Margar af síðustu bókum hafa verið stórgóðar. Í fyrra kom út bókin Að endingu eftir Julian Barnes. Bók ársins að mínu mati. Þá kom einnig út Hin ótrúlega pílagrímsganga Harolds Fry sem var fín. Mér fannst bókin PRÝÐISLANDIÐ svona lala en bók sem heitir ALLT ER ÁST alveg vonlaus. Reyndi tvisvar að byrja á henni en gat ekki annað en sofnað yfir lestrinum.
Taumhald á skepnum eftir Magnus Mills kom út í þessum flokki og er ein af bestu bókum í heimi.
Einu sinni voru bækurnar með neon lituðum kiljum. Ég sakna þeirra.
Sammala re: Julian Barnes
ReplyDelete