Bókin THE SECRET HISTORY er eftir Donnu Tarttt. Ég virðist hafa pantað þessa bók á bókasafninu. Ég man ekkert af hverju eða hvort einhver hafi mælt með þessari bók við mig. Sagan kom út árið 1992 og virðist hafa notið vinsælda. Ég er hissa á að hún hafi ekki verið þýdd á íslensku.
Bókin er 503 síður, í handhægu kilju-formi. Kápan er frekar stílhrein en ekki sérlega merkileg. Tilvitnun í gagnrýnanda á forsíðu dregur úr mikilvægi hennar.
Frásagnarformið er skemmtilegt. Strax í upphafi er maður að nafni Bunny myrtur. "Morðinginn" er hópur manna tengdur sögumanni. Bókin fer svo með okkur aftur í tímann og skýrir frá atburðum sem leiða til þessa atviks.
Þetta er í sjálfu sér sniðug leið til að vekja áhuga lesandans, en skemmir samt nokkuð fyrir að mínu mati. Það hefði verið miklu meira spennandi að lesa síðurnar um miðja bók án þess að vita nákvæmlega að morðið muni ganga upp.
Söguhetjan heitir Richard og kemur frá Kaliforníu. Hann er klár strákur en hefur ekki almennilega komið ár sinni fyrir borð. Hann fór í læknanám fyrir föður sinn en á alls ekki heima þar. Hann ákveður að fara í skóla á norðausturströndinni. Þar kynnist hann hópi 5 nemenda í "klassískum fræðum". Henry, Charles, Camilla, Francis og Bunny.
Í bókinni eru þau kynnt til leiks með nákvæmum lýsingum. Eins og alltaf er það vonlaus leið til að fá lesandann til að gera greinarmun á persónum. Með eðlilegri framvindu sögunnar verða þessir karakterar þó ljóslifandi.
Okkar maður á í fyrstu erfitt með að brjótast inn í hóp fimm-menninganna. Þau virðast frekar snobbuð og rík. Sérstaklega Henry sem er miðpunktur sögunnar. Höfundi tekst að skapa nokkuð sannfærandi skóla-andrúmsloft. Söguhetjan Richard reynir að fóta sig á nýjum stað og gerir ýmis mistök. Maður hefur ekki alltaf mikla samúð, en heldur samt með honum.
Það er skemmtilega vel gert hvernig höfundi tekst að gera morðið á Bunny sannfærandi og "nauðsynlegt" í augum aðalpersóna. Siðferðislegum spurningum er varpað fram. Krakkarnir sannfæra sig samt um að þetta sé rétt ákvörðun og lesandinn eiginlega líka. Auðvitað kemur samt í ljós að þetta hefur ófyrirséðar afleiðingar.
Það er líka mjög vel gert hvernig ýmsum spurningum er ósvarað í lok bókar. Endir er hnýttur á fléttuna en samt veit maður ekki alveg hvað er satt og logið. Söguhetjan og lesandinn fá sínar upplýsingar í gegnum persónuna Henry. Það er hins vegar ómögulegt að vita hvenær og hvort hann sé að ljúga.
Það er líka mjög vel gert hvernig ýmsum spurningum er ósvarað í lok bókar. Endir er hnýttur á fléttuna en samt veit maður ekki alveg hvað er satt og logið. Söguhetjan og lesandinn fá sínar upplýsingar í gegnum persónuna Henry. Það er hins vegar ómögulegt að vita hvenær og hvort hann sé að ljúga.
Niðurstaða: Mér fannst bókin THE SECRET HISTORY góð. Ég gef henni 3,5 stjörnur. Spennandi lesning. Mjög myndrænar lýsingar en samt mjög þétt plott. Það hlýtur að vera gerð bíómynd eftir bókinni fyrr eða síðar. Ég mæli með bókinni fyrir áhugamenn um klassísk fræði og ungt fólk.
No comments:
Post a Comment