Ég tók bókina lost memory of skin á bókasafninu samkvæmt meðmælum dóttur minnar sem kunni vel að meta kápuna. Ég get tekið undir það. Fallega drungaleg teikning, sem gæti líkað verið ljósmynd, sem sýnir mikilvægasta svið sögunnar. Á kápunni má einnig lesa hrós frá Jonathan Franzen og Margaret Atwood. Betri gerast meðmælin ekki.
Aðalpersóna sögunnar er strákurinn. The kid. Hann hefur verið dæmdur fyrir kynferðisbrot. Við komumst að vísu ekki að eðli þess fyrr en um miðja bók. Á ökklanum ber hann GPS tæki sem fylgist með ferðum hans. Honum er ekki heimilt að dveljast innan 2500 feta geisla frá hverjum þeim stað þar sem börn safnast saman.
Þar með eru fáir staðir í boði til að búa. Strákurinn heldur því til undir mislægum gatnamótum ásamt fleiri mönnum í svipaðri stöðu. Í heimi þar sem auðvelt er að fletta mönnum upp á netinu er ekki auðvelt fyrir dæmda menn í þessum kringumstæðum að fá atvinnu.
Önnur mikilvæg persóna í sögunni er prófessorinn. Hann hefur áhuga á að kynna sér stöðu útgangsmanna sem einnig eru kynferðisglæpamenn. Hann finnur strákinn undir brúnni og fær hann til að tala við sig. Í gegnum þeirra samtöl fáum við svo að vita meira um bakgrunn stráksins og prófessorsins.
Strákurinn reynist hafa verið háður klámi og haft lítið annað að gera á daginn en að hanga heima og stunda sjálfsfróun. Hann var um stund í þjálfunarbúðum hersins en var sendur heim fyrir að dreifa klámi.
Strákurinn er sem sagt skrifaður sem frekar ómerkilegur karaketer. Samt er hann algjörlega fórnarlamb aðstæðna. Höfundi tekst allavega vel að skrifa hann sem symptatíska persónu. Hann á greinilega skilið að fá annað tækifæri í lífinu en það er ekki í boði í þessu umhverfi.
Prófessorinn á hinn bóginn á að vera mikill sigurvegari í lífinu. Hann á fullkomna eiginkonu, vel heppnuð börn. Farsæll í starfi. Ytri ásýndin er þó ekki fullkominn því hann þjáist af sjúklegri offitu. Fyndnustu senur bókarinnar eru þær þar sem prófessorinn stendur við ísskápinn heima og raðar í sig. Gjarnan um miðja nótt. Það er svo leiðinlegt að láta aðra horfa á sig borða.
Á þennan hátt er dregin ákveðin samsvörun á milli stráksins og prófessorsins. Sá gamli þjáist af átfíkn sem er nokkurn veginn félagslega ásættanleg og háir honum ekki beinilínis. Strákurinn á hinn bóginn er klámfíkill. Honum er útskúfað úr samfélaginu.
Fléttan í bókinni, sem er nokkuð lengi að verða ljós, hefur svo að gera með að prófessorinn er kannski ekki allur þar sem hann er séður. Hann á ef til vill meira sameiginlegt með stráknum en maður gæti haldið.
Mér fannst persónusköpunin ekki alveg fullkomin. Strákurinn á að vera hlédrægur og félagsfælinn. Samt er hann rekinn úr vinnu vegna þess að hann getur ekki haldið kjafti. Einnig fær maður aðeins á tilfinninguna að höfundur hafi átt dálítið í erfiðleikum með að smíða plott út frá heiminum sem hann hefur skapað. Sagan skiptir dálítið um stefnu sitt á hvað. Endirinn er samt góður og skemmtilega tvíræður.
Niðurstaða: Sagan heldur lesandanum vel við efnið og maður heldur merkilega mikið með báðum, gölluðu, persónunum. Viðfangsefnið er þungt og kannski eldfimt. Ég get þess vegna ekki mælt með henni við alla. Ég gef bókinni 3,5 stjörnur.
Strákurinn reynist hafa verið háður klámi og haft lítið annað að gera á daginn en að hanga heima og stunda sjálfsfróun. Hann var um stund í þjálfunarbúðum hersins en var sendur heim fyrir að dreifa klámi.
Strákurinn er sem sagt skrifaður sem frekar ómerkilegur karaketer. Samt er hann algjörlega fórnarlamb aðstæðna. Höfundi tekst allavega vel að skrifa hann sem symptatíska persónu. Hann á greinilega skilið að fá annað tækifæri í lífinu en það er ekki í boði í þessu umhverfi.
Prófessorinn á hinn bóginn á að vera mikill sigurvegari í lífinu. Hann á fullkomna eiginkonu, vel heppnuð börn. Farsæll í starfi. Ytri ásýndin er þó ekki fullkominn því hann þjáist af sjúklegri offitu. Fyndnustu senur bókarinnar eru þær þar sem prófessorinn stendur við ísskápinn heima og raðar í sig. Gjarnan um miðja nótt. Það er svo leiðinlegt að láta aðra horfa á sig borða.
Á þennan hátt er dregin ákveðin samsvörun á milli stráksins og prófessorsins. Sá gamli þjáist af átfíkn sem er nokkurn veginn félagslega ásættanleg og háir honum ekki beinilínis. Strákurinn á hinn bóginn er klámfíkill. Honum er útskúfað úr samfélaginu.
Fléttan í bókinni, sem er nokkuð lengi að verða ljós, hefur svo að gera með að prófessorinn er kannski ekki allur þar sem hann er séður. Hann á ef til vill meira sameiginlegt með stráknum en maður gæti haldið.
Mér fannst persónusköpunin ekki alveg fullkomin. Strákurinn á að vera hlédrægur og félagsfælinn. Samt er hann rekinn úr vinnu vegna þess að hann getur ekki haldið kjafti. Einnig fær maður aðeins á tilfinninguna að höfundur hafi átt dálítið í erfiðleikum með að smíða plott út frá heiminum sem hann hefur skapað. Sagan skiptir dálítið um stefnu sitt á hvað. Endirinn er samt góður og skemmtilega tvíræður.
Niðurstaða: Sagan heldur lesandanum vel við efnið og maður heldur merkilega mikið með báðum, gölluðu, persónunum. Viðfangsefnið er þungt og kannski eldfimt. Ég get þess vegna ekki mælt með henni við alla. Ég gef bókinni 3,5 stjörnur.