Friday, August 9, 2013

Bók #34: SWEET TOOTH

Ég tók bókina SWEET TOOTH eftir Ian McEwan á bókasafninu nýlega. Slík bók kom út í fyrra og er 320 blaðsíður. Ian McEwan er einn mikilvægasti rithöfundur samtímans. Bækur hans hafa verið þýddar á íslensku. Fríðþæging, Brúðkaupsnóttin, Barnið og tíminn. Allt frábærar bækur.


Ég var því frekar spenntur að lesa þetta nýjasta verk. Sagan fjallar um hana Serenu og gerist í upphafi áttunda áratugarins. Serena er afar falleg og greind stúlka sem hefur mikinn áhuga á bókalestri og bókmenntum. Serena fer þó í háskólanám í stærðfræði gegn betri vitund. Í gegnum samkynhneigðan kærasta sinn kynnist hún háskólaprófessornum Tony. Þau hefja ástarsamband. Tony er eitthvað tengdur bresku leyniþjónstunni og reddar Serenu starfsviðtali.


Serena er ráðin til starfa en vinnan er ekkert voðalega glamúrus. Hún er bjúrókrati í lægstu lögum. Fljótlega fær hún þó verkefnið sem nefnist Sweet Tooth. Það gengur út á að leyniþjónustan sponsi and-kommúníska rithöfunda í skrifum sínum. Fronturinn er bókaútgáfa sem Serena á að tengjast. Hún fær því það verkefni að tala við rithöfundinn Tom Haley og bjóða honum styrk

Tom þiggur styrkinn og þau hefja ástarsamband. Hér kemur ákveðinn veikleiki bókarinnar fram. Serena á að vera greind og falleg kona sem hefur heiminn í höndum sér. Hún verður þó ástfanginn af hverjum einasta karlmanni sem hún hittir í þessari sögu og kastar sér á þá. Þetta mál er að nokkru leyti útskýrt í síðustu setningu bókarinnar en setur þá raun alla söguna í uppnám.


Ástarsambandi Serenu og Toms er skemmtilega lýst. Þau njóta lífsins, þökk sé hinum væna styrk sem Tom fékk. Þau drekka mikið af hvítvíni, borða skelfisk, fara út að borða og njóta lífsins. Serena þarf þó alltaf að glíma við samvisku sína enda leikur hún tveimur skjöldum. 

Í rauninni er ég búinn að lýsa allri fléttunni og það er mögulega helsti galli bókarinnar. Það skortir ákveðna dýpt. Mér fannst eins og höfundur væri að stilla leikmönnunum upp og svo kæmi að dramatískum seinni hluta. En það gerist sem sagt ekki.


Bókin er samt alls ekki slæm. Það er gaman að lesa um þennan kaldastríðs-heim og setja sig inn í það sem leyniþjónustan er að pæla. Þetta tengist svo líka inn á Írland og IRA. Það er mikið af meta-bókmenntum í þessu. Tom Haley á mikið sameiginlegt með Ian McEwan sjálfum. Söguþráður fimm smásagna hans, Toms, eru raktir og það er dálítið erfitt að hafa þolinmæði fyrir því. 

Niðurstaða: SWEET TOOTH er ekki besta bók Ians McEwans. Manni leiðist þó (næstum) aldrei við lesturinn. Sögusviðið er áhugavert. Ég gef bókinni 3 stjörnur.

2 comments:

  1. Ég er sammála því að eitthvað virtist vanta í plottið við lestur bókarinnar en, eins og ég segi í minni umfjöllun, þá breytti viðsnúningurinn í lokin algerlega tilfinningu minni gagnvart sögunni. Hann útskýrði svo fullkomnlega allt sem mér hafði fundist vera að á svo afburðasnjallan máta að ég gat ekki annað en verið hrifin.
    Það er samt rétt hjá þér að þetta er alls ekki besta bók McEwan þó svo að ég hafi verið aðeins ánægðari með hana en þú:)

    ReplyDelete
  2. Já ég er sammála því að endirinn er snjall og breytir upplifun manns af bókinni. Kannski er bara nauðsynlegt að lesa hana aftur..

    ReplyDelete