Ég keypti bókina BRINGING UP BÉBÉ á kyndilinn. Mig minnir að ég hafi lesið jákvæða umfjöllun í einhverju tímariti sem ég greip í á bókasafninu. Allavega hafði þetta síast nógu vel inn í undirmeðvitundina til að ég splæsti 15 dollurum í þetta.
Höfundurinn er Ameríkaninn Pamela Druckerman. Hún býr í París með enskum eiginmanni sínum og eignast þar barn. Bean. Höfundur tekur eftir því að frönsk börn virðast almennt haga sér betur en Bean og reyndar almennt þau börn sem hún þekkir frá heimalandinu.
Persóna höfundar er í forgrunni bókarinnar. Þetta er ekki beinlínis leiðarvísir eða sjálfshjálparbók. Að sumu leyti minnir efnið mann á bloggfærslur. Bókin er frekar lengi af stað. Við fylgjumst með Pamelu starfa sem blaðamaður í ýmsum alþjóðlegum verkefnum. Hún er rekin úr vinnunni og endar í París með eiginmanninum. Þar vinnur hún að því að skrifa bók, þó ekki þá sem við erum að lesa heldur aðra sem fjallar um framhjáhald; Lust in Translation.
Við fylgjumst sem sagt með Pamelu og Símóni aðlagast frönsku samfélagi, sem gengur ekkert sérstaklega vel. Henni finnast Frakkar dónalegir og stuttir í spuna. Þetta virkar ágætlega á lesandann og fær mann til að trúa að höfundur sé ekki einstrengisleg klappstýra fyrir allt sem franskt er.
Höfundur fer að velta fyrir sér muninum á frönsku og bandarísku uppeldi og leita að lyklinum að góðum aga franskra barna. Fljótlega eftir að dóttirin fæðist fara nágrannarnir að spyrja hvort hún sé farin að sofa í gegnum nóttina. Höfundi finnst þetta fáránleg tilhugsun en frönsku börnin byrja víst mörg að sofa heilu næturnar nokkrum vikum eftir fæðingu. Pamela leitar skýringa á þessu.
Helsta uppgötvun hennar er sú að Frakkar kenni krökkum sínum að vera þolinmóðir allt frá fæðingu. Eitt lykilatriði er að sinna gráti og kvörtunum ekki strax heldur "bíða" alltaf aðeins og vera viss um að barnið sé í alvöru að kvarta.
Það er ýmislegt fleira athyglisvert í þessu. Frönsku börnin haga sér yfirleitt vel í matarboðum og geta beðið eftir matnum sínum eins og fullorðna fólkið. Hérna er þolinmæðin aftur lykilatriði ásamt mikilli áherslu frá unga aldri á að borða á matartímum. Frönskum krökkum er kennt að borða klukkan 8, 12, 16 og 20. Menning fyrir snarli þar á milli er ekki til.
Annað áhugavert er áhersla franskra foreldra á að hafa tíma fyrir sjálfa sig og að sinna eigin velferð. Í Frakklandi er ekki mikil félagsleg pressa á að gefa brjóst mjög lengi. Akkúrat öfugt við það sem við þekkjum. Almennt er hugmyndafræðin sú að foreldrar eigi ekki að vera fangar barnsins.
Sum umfjöllunarefni bókarinnar eru minna áhugaverð en önnur. Það er heill kafli um leikskólamál. Ameríkaninn virðist eiga mjög erfitt með að setja barnið sitt á leikskóla. Hérna eru Íslendingar og Frakkar samstíga.
Niðurstaða: BRINGING UP BÉBÉ er mjög áhugaverð bók um barnauppeldi. Eða kannski frekar heimspeki barnauppeldis. Maður tekur engu bókstaflega, en það er margt í bókinni sem fær mann til að hugsa. Ég gef bókinni 4 stjörnur og mæli með henni við alla sem eiga ung börn.
ReplyDeleteGaldramyndir þínar til að giftast unnu mér. Vegna hjónabandar þinnar býð ég að ég er núna giftur. Takk a einhver fjöldi af Doc Hlutir. Ég skulda þér.Viltu samband við Doc ham Hér templeofanswer@hotmail.co.uk eða Whatsapp (+2348155425481)