Ég er með þrjár bækur í vinnslu.
Á náttborðinu er bókin SKUGGI VINDSINS eftir Carlos Ruiz Zafón. Ég bað mömmu að lána mér bók. Uppáhaldsbókina sína. Úr hillinu kom téð bók, "en þú hlýtur að hafa lesið hana.." -sagði mamma. Svo var alls ekki. Ég er sirka hálfnaður með lesturinn. Held enn legvatninu, en góð er hún.
Á eldhúsborðinu er bókin FRJÁLSAR HENDUR. KENNARAHANDBÓK. Hún er eftir Helga Ingólfsson. Umrædda bók tók ég á bókasafninu. Ég hef rétt lesið 30 blaðsíður yfir morgunrjómanum og líkar vel.
Á svæfingarkollinum liggur First Shift. Hún er sú sjötta í röðinni í Wool flokknum. Heimild. Arndís lánaði mér hana á kindilinn. Fyrstu 5 bækurnur höfðu afar mikið vægi. (Og fást á góðum prís á rafrænu formi. Meðmæli.). Ég er rétt nýbyrjaður að lesa (gengur alltof vel að sofna greinilega) og hef ekki forsendur til að meta gæði bókarinnar.
No comments:
Post a Comment