Tuesday, January 8, 2013

Þrjár bækur undir gleraugnalinsunum

Ég er með þrjár bækur í vinnslu. 

Á náttborðinu er bókin SKUGGI VINDSINS eftir Carlos Ruiz Zafón. Ég bað mömmu að lána mér bók. Uppáhaldsbókina sína. Úr hillinu kom téð bók, "en þú hlýtur að hafa lesið hana.." -sagði mamma. Svo var alls ekki. Ég er sirka hálfnaður með lesturinn. Held enn legvatninu, en góð er hún.


Á eldhúsborðinu er bókin FRJÁLSAR HENDUR. KENNARAHANDBÓK. Hún er eftir Helga Ingólfsson. Umrædda bók tók ég á bókasafninu. Ég hef rétt lesið 30 blaðsíður yfir morgunrjómanum og líkar vel.

Á svæfingarkollinum liggur First Shift. Hún er sú sjötta í röðinni í Wool flokknum.  Heimild. Arndís lánaði mér hana á kindilinn. Fyrstu 5 bækurnur höfðu afar mikið vægi. (Og fást á góðum prís á rafrænu formi. Meðmæli.). Ég er rétt nýbyrjaður að lesa (gengur alltof vel að sofna greinilega) og hef ekki forsendur til að meta gæði bókarinnar.

Markmiðið er að klára þessar bækur innan tveggja vikna. Skuggi vindsins er ógurlegur doðrantur.

No comments:

Post a Comment