Friday, January 18, 2013

Staflinn

Það eru venjulega þrjár aðferðir sem ég beiti til að finna mér nýtt efni að lesa. Skilvirkasti kosturinn er að finna bók á Amazon fyrir kyndilinn. Hagstætt er að skoða listann með bókum sem kosta minna en fjóra dollara. Heimild. Reyndar kosta bækurnar oft aðeins meira á evrópumarkaði.


Oft finn ég líka bók á bókasafninu. Við notum Aðalsafn við Tryggvagötu. Það verður samt að segjast að það er ekki alltaf auðvelt að finna bók á bókasafni. Sömu bókunum er alltaf stillt upp. Hafi maður ekkert sérstakt í huga er manni ekki mikið hjálpað.

Ég skil ekki af hverju bókasöfn reyna ekki að stilla upp bókum á svipaðan hátt og bókabúðir. Í bókabúð er manni alltaf bent á nýtt efni og auðvelt að finna eitthvað spennandi. Á bókasafni er á hinn bóginn auðvelt að finna fjórða bindið í ritröð Siðfræðistofnunnar Háskólans um Siðfræði í samtímanum..


Þriðji möguleikinn er að fá bók lánaða hjá ættingja eða vini. Eftir að 52 bækur hófu göngu sína hef ég mest lesið bækur í gegnum þennan möguleika.


Bækurnar streyma til mín hraðar en ég get lesið þær. Tvær komu frá tengdamóður

Ein kom frá efnafræðikennara niðri í skóla. The Alchemy of Air er reyndar ekki skáldsaga.

Stærsti fengurinn kom þó frá nágrannanum sem birtist eitt kvöldið með sjö af uppháldsbókunum sínum.
                          

Nú er bara spurning hvað maður á að lesa fyrst af þessu! 

2 comments: