Þá hef ég lokið við fyrstu bókina. Sú nefnist LEIKARINN og er eftir Sólveigu Pálsdóttur.
Full disclosure: Ég byrjaði á þessari bók 30.desember og lauk lestrinum á nýársdag. Karl Rove hefði ekki látið bjóða sér þessi vinnubrögð en ég ætla í siðleysi mínu að telja þessa bók með. Ég lauk enda við lestur hennar á nýju ári. Allar bækur sem ég klára á þessu ári teljast með.
Bókin
Þessi bók fellur í flokkinn GLÆPASAGA. Eða eins og stendur aftan á henni: "Íslenskur sálfræðitryllir af bestu gerð" - ÞÓRKATLA AÐALSTEINSDÓTTIR SÁLFRÆÐINGUR.
Um er að ræða morðgátu. Bókin hefst á andláti stórleikarans Lárusar Þórarinssonar. Við sjáum atburðarrásina aðallega út frá sjónarhóli PROPSARANS Öldu Ingþórsdóttir. Sögumaður er ekki alvitur. (Þetta er eina bókmenntahugtakið sem ég kann. Takið ekki mark á bókadómum rituðum af verkfræðingum).
Bókin er vel skrifuð og atburðarásin er nokkuð hröð. Þannig er hún auðveld aflestrar. Persónusköpunin er að mestu mjög trúverðug. Samt fannst mér lýsingin af samskiptum lögreglumannanna þriggja stundum skrítin. Lögreglukonan Særós er einhvers konar erki-nákvæmnis-týpa og yfirmaðurinn Guðgeir á að vera bæði strangur en samt svo mannlegur og skilningsríkur. Vinnustaðurinn virkar þannig frekar dysfunctional og alltof mikið af skömmum og látum til að vera trúverðugur
SPOILER - SPOILER - SPOILER
Það truflaði mig að Alda reyndist vera morðinginn. Mér finnst pirrandi þegar manni er sýnt inn í hugarheim persónu, sem reynist svo bara vera hálfgerð blekking. Þetta virðist vera réttlætt með því að úrskurða Öldu sýkópata en mér fannst það ekki sannfærandi.
Niðurstaða
Ég gef LEIKARANUM 2,5 stjörnur af 5 mögulegum. Fín lesning, en skilur ekki mikið eftir sig.
Ég er sammála þessu, með þeim fyrirvara að ég hef ekki lesið bókina og hef aldrei heyrt um hana áður.
ReplyDeleteMig langar til að plúsa kommentið þitt Konráð.
ReplyDeleteEkki verður á allt kosið.
ReplyDelete